Tag Archives: útlendingaeftirlit

Látum þá lemja konur annarstaðar

14. 1. 2015, 16:07

Þjóðernishyggja birtist í mörgum myndum. Iðulega fylgir henni þó einhver hugmynd um hreinleika, svosem um hreina tungu, hreint blóð, hreina náttúru eða jafnvel hreinan nautgripastofn. Þessa dagana, í baráttunni við íslamska eitrið, ber á annarri tegund hreinleika: hreinleika menningarinnar. Vestræn menning, sem allir vita að er besta menning í heimi, byggir á kristinni trú, rómversku réttarkerfi og grískri heimspeki. Íslam passar ekki þar inní, því “íslam er ófriðlegri en önnur trú og því þarf að hafa gætur á múslimum,” einsog þjóðþrifamaðurinn Jónas Kristjánsson kemst að orði. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>

Feðraveldið hreinsar Evrópu

12. 10. 2014, 20:12

Á morgun hefst stór tiltektaraðgerð í Evrópu. Í tvær vikur munu mörgþúsund lögreglumenn um alla álfuna ráfa um og leita að óevrópsku fólki, spyrja það um “þjóðerni, kyn, aldur” og “hvar og hvernig þau komust í Evrópu” og skrá “aðrar gagnlegar upplýsingar” um hvernig þau sluppu inn. “Ekkert mat er til um kostnað aðgerðarinnar, þar sem hvert land fyrir sig … ber kostnað af eigin þátttöku”, segir skipuleggjandinn – forseti ráðs Evrópusambandsins.

Aðgerðin ber fornrómverska heitið Mos Maiorum, það er Venjur Forveranna eða hreinlega Feðraveldið. Þessi drungalega nafngift er ekki útskýrð sérstaklega, enda er hvergi talað um aðgerðina opinberlega. Hún þykir kannski ekki merkileg, enda er þetta ekki fyrsta samevrópska aðgerðin gegn “ólöglegu fólki”. Raunar eru þær hálfsárslegur viðburður og hafa áður hlotið nöfn á borð við Hermes, Afródíta og Perkunas, sem allt eru vísanir í forna evrópska guði. Fólkið sem er handtekið í þessum guðlegu aðgerðum kemur flest frá stríðshrjáðum, spilltum og fátækum löndum – í Afródítu voru til dæmis flestir fanganna frá Afganistan og Sýrlandi. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>