Tag Archives: rasismi

Suche nach illegalen Einwanderern

Feðraveldið hreinsar Evrópu

12. 10. 2014, 20:12

Á morgun hefst stór tiltektaraðgerð í Evrópu. Í tvær vikur munu mörgþúsund lögreglumenn um alla álfuna ráfa um og leita að óevrópsku fólki, spyrja það um “þjóðerni, kyn, aldur” og “hvar og hvernig þau komust í Evrópu” og skrá “aðrar gagnlegar upplýsingar” um hvernig þau sluppu inn. “Ekkert mat er til um kostnað aðgerðarinnar, þar sem hvert land fyrir sig … ber kostnað af eigin þátttöku”, segir skipuleggjandinn – forseti ráðs Evrópusambandsins.

Aðgerðin ber fornrómverska heitið Mos Maiorum, það er Venjur Forveranna eða hreinlega Feðraveldið. Þessi drungalega nafngift er ekki útskýrð sérstaklega, enda er hvergi talað um aðgerðina opinberlega. Hún þykir kannski ekki merkileg, enda er þetta ekki fyrsta samevrópska aðgerðin gegn “ólöglegu fólki”. Raunar eru þær hálfsárslegur viðburður og hafa áður hlotið nöfn á borð við Hermes, Afródíta og Perkunas, sem allt eru vísanir í forna evrópska guði. Fólkið sem er handtekið í þessum guðlegu aðgerðum kemur flest frá stríðshrjáðum, spilltum og fátækum löndum – í Afródítu voru til dæmis flestir fanganna frá Afganistan og Sýrlandi. Continue reading

Frá Fréttablaðinu - Pjetur tók

Ghasem og fyrsta-heims rasisminn

7. 5. 2014, 20:39

Í kommentalandi er ættbálkur sem telur að það sé voða gaman að bíða eftir hæli hér á landi. Það er rangt. Sennilega hafa fæstir þeirra kynnst hælisleitendum. Kommentararnir eru haldnir tryllingslegri trú að þeirra álits sé þörf í öllum málum, alveg sérstaklega þeim þeim sem þeir vita ekkert um. Til dæmis hefur ekki mátti ekki birtast frétt um hungurverkfall Ghasem Mohamadi, sem varla nokkur Íslendingur hefur yrt á, án þess að fordómaflaumurinn brysti á fréttinni einsog stórfljót.

Meðal þeirra Íslendinga sem aldrei hafa talað við hann eru þeir sem taka sér ákvörðunarvald yfir lífi hans. Í þeim geira virðist ríkja sú skoðun að það sé ofsaleg gæska að “leyfa” flóttamönnum að vera hérna. Continue reading

bumbubarn, allrar vorkunnar vert

Fjarlægðin gerir fórnarlömbin falleg

14. 3. 2014, 19:49

Einn er sá draugur sem hvílir yfir lífsglöðu heiðingjunum á Vesturlöndum, og hann er fátæktin þarna hinumegin. Á nokkurra vikna fresti skjóta fréttamenn að okkur áminningu um að enn séu svertingjarnir að drepa hvern annan, fólkið í Bangladess að klára líftóruna á saumaskap rauðra hipsterabuxna og svo voru fátæku börnin nýlega að flytja frá Afríku til Indlands, þar sem ástandið ku vera engu betra. Stundum sleppur stöku fátæklingur hingað norðurfyrir og biður um hæli af mannúðarástæðum, en því miður eru það alltaf forhertir ribbaldar og glæponar – raunverulegu fórnarlömbin í sjónvarpinu eru, einsog við vitum öll, börn með þrútnar bumbur, grátandi mæður og fótalausir fyrrverandi barnahermenn. Þessir menn sem hingað koma eru ágætlega uppihaldnir karlar á besta aldri, nákvæmlega sú manngerð sem velþekkt er að sækist í mafíur og eiturlyfjasmygl. Þeim er enda hent strax suðurfyrir fátæktarmörkin aftur, þar sem þeir eru best geymdir. Continue reading