Tag Archives: mythbusters

Hælisleitendur fá 10.800 krónur á mánuði

7. 9. 2015, 14:40

Uppfærsla: Nýlega virðist dreifingu bónuskorta hafa verið hætt hjá sumum, sem fá nú Bónus-peninginn og reiðuféð bæði saman á opið debetkort, samtals 10.700 á viku. Það gera því samtals 42.800 krónur í reiðufé á mánuði.


Reglulega skjóta upp kollinum gamlar fréttir þar sem er fullyrt að hælisleitendur fái mörghundruðþúsund krónur í uppihald á mánuði. Ekkert þeirra sem skrifar þessar lygar getur hafa verið í reglulegum samskiptum við flóttamennina sem um ræðir, enda er fullkomlega augljóst þegar komið er í tómleg herbergi þeirra að þeir hafa nær ekkert fé.

Hið sanna er að flóttamenn fá 2.700 krónur á viku, alls 10.800 á mánuði. Því til viðbótar fá þeir vikulega bónuskort uppá átta þúsund krónur. Það er allt og sumt.

Ríkið borgar auðvitað miklu meira fyrir málsmeðferð þeirra en þetta. Það bannar þeim að vinna, þvingar þá til að þiggja félagsíbúðir, neyðir þá til að reka langt mál gegn Útlendingastofnun, innanríkisráðuneytinu og dómstólum til að sanna rétt sinn á að vera hér. Það borgar líka fyrir lögregluaðgerðir, sem eiga til dæmis að tryggja að flóttamennirnir séu ekki að fela peninga frá ríkinu. Í september 2008 braust lögreglan í mörg heimili flóttamanna og tók þaðan skilríki, peninga og ýmis skjöl sem átti að „gera Útlendingastofnun kleift að hraða úrlausn“ mála þeirra.

Augljóslega kostar þetta allt peninga. En það er ekki flóttamanninum að kenna að vera dreginn í gegnum þetta ferli. Ef honum væri leyft að vera og vinna myndi hann gera Íslendinga ríkari, ekki fátækari. Við myndum spara málskostnaðinn, félagsíbúðirnar og allan rekstrarkostnað Útlendingastofnunar. Flóttamenn myndu fá öryggi og vernd og við myndum spara hundruð milljóna króna á ári.

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>

Maðurinn og eldfjallið

25. 9. 2014, 14:11

Síðustu daga hefur athygli verið vakin á miklum eiturútblæstri Holuhrauns. Brennisteinsdíoxíð leggst á byggðir landsins og öndunarfæri landanna. Af því tilefni hafa spekingar, af meiri vilja en færni, fullyrt að hérmeð sé engin þörf á loftslagsvernd lengur. Náttúran sé búin að slátra þessu. Dæmigerð ummæli birtust á Andríki:

Það tæki bílaflota Íslendinga því yfir milljón ár að spúa frá sér jafn miklum brennisteini og Holuhraun hefur gert á nokkrum vikum.

Það tæki allan bílaflota Vesturlanda sömuleiðis nokkrar aldir að jafna þennan brennisteinsútblástur Holuhrauns.

Eru ekki örugglega allir tilbúnir fyrir „bíllausa daginn“ í dag?

Vísuninni í tilgang bíllausa dagsins er haldið óljósri, sem bendir til þess að pistlahöfundurinn viti betur. Bílaumferð er ekki sérstaklega mótmælt vegna brennisteinsmengunar, heldur vegna kolefnisútblásturs, sem er allt annar hlutur. Sumir hafa engu að síður látið glepjast af þessari umræðu og talið þetta sama hlutinn, eða haldið að brennisteinsdíoxíð sé gróðurhúsalofttegund, sem hún er ekki. Hún hefur raunar kælandi áhrif á loftslagið, sem hafa komið í ljós í kjölfar stórra eldgosa. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>