Tag Archives: iðnbyltingin

Fyrirgef oss vorar skuldir

15. 9. 2014, 13:45

Í janúar 2010 skall hamfaraskjálfti á höfuðborg Haítí. Vegna ömurlegs húsakostar létust vel yfir hundraðþúsund manns. Ein og hálf milljón missti heimili sín. Enduruppbyggingin hefur verið hæg og sársaukafull – 2012 var hálf milljón manns enn á vergangi. Landið er með þeim fátækustu í heimi og rætur þeirrar fátæktar má rekja langt aftur í aldir. Þær teygja anga sína til ríkustu landa heims, allt fram til dagsins í dag. Þetta er saga þeirrar fátæktar, og hvert hið náttúrulega ríkidæmi eyjarinnar hefur horfið.

Árið 1492 fann Kristófer Kólumbus eyju sem innfæddir kölluðu Ayti. Hún var hans fyrsta landnám í Ameríku. Eyjuna nefndi hann La Isla Española, Spánareyju. Þegar Kólumbus sá frumbyggjana þar skráði hann í dagbókina sína að honum sýndust þeir “bráðsnjallir, og þeir yrðu eflaust fínasta þjónustufólk”. Tónninn var sleginn fyrir næstu aldir.

Kólumbus finnur Ameríku, í túlkun John Vanderlyn.

Kólumbus finnur Ameríku, í túlkun John Vanderlyn. Tilvonandi þjónar bukta sig útí skógi.

Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>

Flóttamannavandinn

20. 7. 2014, 19:51

Þetta er skriffærsla á fyrirlestri sem var haldinn kvöldið 19. júlí 2014 í Friðarhúsinu.

Það er erfitt að kynna sér flóttamannamál til hlítar. Maður getur endalaust fundið nýjar víddir í þessu hyldýpi. Á meðan ég leitaði að efni í þennan fyrirlestur fann ég til dæmis enn eina af þessum óteljandi aðgerðum Evrópuríkja til að vísa fólki burt. Hún heitir ERPUM, sem stendur fyrir European Return Platform for Unaccompanied Minors. Á íslensku útleggst það sem “endursendingarskipulag fyrir krakka án aðstandenda”, og er sérstaklega ætlað fyrir börn frá Afganistan og Írak. Maður nýr augun, fær sér annan kaffibolla og les þetta aftur, en þetta er nákvæmlega það sem manni sýnist. Aðgerðaáætlun til að senda munaðarlaus börn í stríðslönd.

Það þarf lítið ímyndunarafl til að sjá hvaða áhrif þetta hefur á sál og líkama krakkanna, og maður hefði ekki haldið að til þess þyrfti háskólagráður. Þó hefur Oxford háskóli séð sig knúinn til að rannsaka þetta verkefni sérstaklega og komist að þeirri augljósu niðurstöðu að þessi áhrif eru hamfarakennd.

Maður veltir fyrir sér hvernig Evrópa sökk svona lágt. Stærsta hluta svarsins er að finna í byltingu sem varð fyrir tvöhundruð árum. En aðdragandinn er miklu fyrr, í landafundum Evrópumanna. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , on by . */?>