Tag Archives: flóttamenn

Lampedusa-slysið endurtekur sig

4. 10. 2014, 15:59

Fyrir ári síðan skullu hörmungar á ströndum Ítalíu. Bátur fullur af fólki sökk og yfir 360 manns drukknuðu. Fólkið var flest frá þremur af fátækustu löndum heims, Erítreu, Sómalíu og Gana, þar sem landsframleiðsla á mann er sextíufalt lægri en hér. Á Twitter mátti sjá forsætisráðherra Ítalíu kalla slysið skelfilegt, páfann biðja til guðs og ráðherra innflytjendamála lýsa því yfir að ef til vill ætti ekki að kæra þá sem lifðu slysið af. Þeir áttu yfir höfði sér milljón króna sekt fyrir að vera ólöglegir innflytjendur. Það eru tuttuguföld árslaun Sómala. Sökinni fyrir þetta ömurlega slys var skellt á skipstjóra kænunnar.

Þau 360 lík sem raðað var upp á sólarströnd eyjunnar Lampedusa og eftirlifendurnir, sem settir voru í fangabúðir, eru hluti af því sem Vesturlandabúar kalla “flóttamannavandann”. Vandinn hefur lengi verið stjórnmálamönnum kunnur, enda koma tugir þúsunda með bátum frá Afríku til Evrópu á hverju ári. Almenningur hefur þó mest til sofið hann af sér, enda hefur flóttamönnum verið haldið utan álfunnar af miklum dugnaði og þeir settir í fangabúðir ef þeir komast á land. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , on by . */?>

Flóttamannavandinn

20. 7. 2014, 19:51

Þetta er skriffærsla á fyrirlestri sem var haldinn kvöldið 19. júlí 2014 í Friðarhúsinu.

Það er erfitt að kynna sér flóttamannamál til hlítar. Maður getur endalaust fundið nýjar víddir í þessu hyldýpi. Á meðan ég leitaði að efni í þennan fyrirlestur fann ég til dæmis enn eina af þessum óteljandi aðgerðum Evrópuríkja til að vísa fólki burt. Hún heitir ERPUM, sem stendur fyrir European Return Platform for Unaccompanied Minors. Á íslensku útleggst það sem “endursendingarskipulag fyrir krakka án aðstandenda”, og er sérstaklega ætlað fyrir börn frá Afganistan og Írak. Maður nýr augun, fær sér annan kaffibolla og les þetta aftur, en þetta er nákvæmlega það sem manni sýnist. Aðgerðaáætlun til að senda munaðarlaus börn í stríðslönd.

Það þarf lítið ímyndunarafl til að sjá hvaða áhrif þetta hefur á sál og líkama krakkanna, og maður hefði ekki haldið að til þess þyrfti háskólagráður. Þó hefur Oxford háskóli séð sig knúinn til að rannsaka þetta verkefni sérstaklega og komist að þeirri augljósu niðurstöðu að þessi áhrif eru hamfarakennd.

Maður veltir fyrir sér hvernig Evrópa sökk svona lágt. Stærsta hluta svarsins er að finna í byltingu sem varð fyrir tvöhundruð árum. En aðdragandinn er miklu fyrr, í landafundum Evrópumanna. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , on by . */?>

Ísland sendir fólk nauðugt til Gaza

10. 7. 2014, 20:02

Íbúar Gaza eru sennilega kúguðustu manneskjur heims. Eftir stríð við Ísraela 1967 voru þeir hraktir þangað og hafa sætt ítrekuðum árásum síðan. Ein þeirra varði í þrjár vikur eftir jólin 2008 og kostaði fjórtánhundruð Palestínumenn lífið. Þegar Palestínumenn héldu fyrstu frjálsu kosningar Arabaheimsins 2006 handtóku Ísraelar hundruð frambjóðenda, aðallega Hamas-liða, og þegar í ljós kom að Hamas hefði samt unnið var Palestínumönnum refsað. Það ár voru 660 Palestínumenn drepnir og áttahundruð næsta árið í gegndarlausum loftárásum. Eftir árásahrinuna “Steypt blý” 2008-9 voru allar vatnslagnir Gaza í rúst, en Ísraelar bönnuðu flutninga á varahlutum inná svæðið. Gaza er fangelsi.

Árið 2009 slapp þó einn maður úr þessu fangelsi: Ramez Rassas. Fyrir utan að vera íbúi í einni grimmustu herkví heims hafði hann skjöl sem staðfestu að hann sætti ofsóknum þar inni. Hann flýði til Evrópu og sá fram á betra líf. Ramez bað um vernd sem flóttamaður í Noregi. Hér hefði sagan átt að enda, en þetta var bara blábyrjunin. Í þrígang var honum neitað. Hann fór því til Íslands, en var sagt að Norðmenn hlytu að vita hvað þeir væru að gera. Ramez svaraði til að þeir hygðust senda hann aftur til Gaza. Honum var sagt að það gæti ekki verið. Auðvitað yrði vel farið með hann! Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , on by . */?>

Tilfinningalausa skynsemi í stjórnsýslu!

30. 5. 2014, 14:49

Nýlega var mér bent á að stjórnmálaskoðun mín væri byggð á tilfinningum. Þetta þótti mér bráðfyndin athugasemd. Hvaða stjórnmálaskoðun er það ekki? Og á hverju öðru ætti að byggja slíkar skoðanir?

Algengasta svarið er eitthvað á borð við “rök” eða “skynsemi”. Þó hef ég aldrei heyrt neinn mæla með “tilfinningalausri skynsemi” í stjórnsýslu. Skynsemi er jú bara hæfnin til að ná markmiðum sínum án óþarfa tilkostnaðar, en hún sjálf skilgreinir ekki markmiðin. Einn maður getur náð því sem annar kallar vond markmið af mikilli skynsemi, einsog Bond-illmennin eða Adolf Hitler á sínum betri árum. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , on by . */?>

Stefna Íslands í útlendingamálum

17. 5. 2014, 18:51

Nýlega lýsti Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, því yfir, að yfirvöld hefðu enga skriflega stefnu í útlendingamálum. “Útlendingastofnun hefur enga stefnu í málefnum innflytjenda, heldur framfylgir lögum,” sagði hún svo annarsstaðar.

Þótt yfirvöld hafi enga stefnu í þessum málum er þó augljóst að mikið er gert í þeim. Útlendingar fá sérstaka opinbera málsmeðferð, sína eigin ríkisstofnun og þeim er oft vísað úr landi. Einhver regla er í þessari meðferð, og ef hún er ekki til í orðum þarf maður að greina hana úr gjörðum yfirvalda. Við það koma nokkrir megindrættir í ljós. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>
Hanna Birna. Myndin fengin hjá Viðskiptablaðinu.

Ekki fleiri brottvísanir!

14. 5. 2014, 20:14

Síðasta ár var slæmt fyrir flóttamenn á Íslandi. Trekk í trekk voru þeir handteknir, svívirtir af lögreglumönnum, teknir frá fjölskyldum sínum og þeim meinað að tala við lögmenn sína. Andúð Íslendinga dundi á þeim í kommentakerfum, en líka í orðum stjórnmálamanna og forstjóra Útlendingastofnunar. Loks voru þeir svo reknir úr landi af ótrúlegri elju: 93,5% umsókna um hæli var synjað frá janúar til september í fyrra – 128 manns.

Þetta eru óþolandi tölur, ekki síst því í mörgum þessara mála tók ríkið ekki einu sinni viðtal við hælisleitendurna. Þeim var vísað burt því annað ríki hafði tekið viðtal og ekki fundist manneskjan nógu álitleg. Á þennan dóm treysti ríkið. Þó er meðferð hælisumsókna í öðrum Evrópulöndum engu síður vítaverð en hér heima, eins og fjölmörg hjálparsamtök hafa bent á. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>

Ghasem heimsóttur öðru sinni

8. 5. 2014, 14:16

Viku eftir að hungurverkfalli Ghasems Mohamadi lauk og tveimur vikum eftir að ég hitti hann fyrst bankaði ég aftur uppá hjá honum. Omid var í heimsókn, en Ghasem kom til dyra. “Þú lítur miklu betur út!” hrópaði ég uppyfir mig og hann flissaði, sennilega ekki fullviss hvað ég hafði hrópað. Inni í herbergi var Omid að stunda einhverja leikfimi á gólfinu. Stemmingin í húsinu var miklu líflegri en áður. Fólk brosti, og ekki bara af háðskri biturð. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>
Frá Fréttablaðinu - Pjetur tók

Ghasem og fyrsta-heims rasisminn

7. 5. 2014, 20:39

Í kommentalandi er ættbálkur sem telur að það sé voða gaman að bíða eftir hæli hér á landi. Það er rangt. Sennilega hafa fæstir þeirra kynnst hælisleitendum. Kommentararnir eru haldnir tryllingslegri trú að þeirra álits sé þörf í öllum málum, alveg sérstaklega þeim þeim sem þeir vita ekkert um. Til dæmis hefur ekki mátti ekki birtast frétt um hungurverkfall Ghasem Mohamadi, sem varla nokkur Íslendingur hefur yrt á, án þess að fordómaflaumurinn brysti á fréttinni einsog stórfljót.

Meðal þeirra Íslendinga sem aldrei hafa talað við hann eru þeir sem taka sér ákvörðunarvald yfir lífi hans. Í þeim geira virðist ríkja sú skoðun að það sé ofsaleg gæska að “leyfa” flóttamönnum að vera hérna. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , on by . */?>

Fjarlægðin gerir fórnarlömbin falleg

14. 3. 2014, 19:49

Einn er sá draugur sem hvílir yfir lífsglöðu heiðingjunum á Vesturlöndum, og hann er fátæktin þarna hinumegin. Á nokkurra vikna fresti skjóta fréttamenn að okkur áminningu um að enn séu svertingjarnir að drepa hvern annan, fólkið í Bangladess að klára líftóruna á saumaskap rauðra hipsterabuxna og svo voru fátæku börnin nýlega að flytja frá Afríku til Indlands, þar sem ástandið ku vera engu betra. Stundum sleppur stöku fátæklingur hingað norðurfyrir og biður um hæli af mannúðarástæðum, en því miður eru það alltaf forhertir ribbaldar og glæponar – raunverulegu fórnarlömbin í sjónvarpinu eru, einsog við vitum öll, börn með þrútnar bumbur, grátandi mæður og fótalausir fyrrverandi barnahermenn. Þessir menn sem hingað koma eru ágætlega uppihaldnir karlar á besta aldri, nákvæmlega sú manngerð sem velþekkt er að sækist í mafíur og eiturlyfjasmygl. Þeim er enda hent strax suðurfyrir fátæktarmörkin aftur, þar sem þeir eru best geymdir. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , on by . */?>

Flóttamenn og nasistar

22. 1. 2014, 15:03

Þetta er sagan af flóttamönnum í Evrópu, því þegar íslenska ríkið tók þátt í helförinni, og hvernig nasistar og njósnarar sáu um Útlendingaeftirlitið í hálfa öld.

Sagan hefst í kreppunni miklu. Atvinnuleysi var þá mikið hér á landi, svo fjölmörg stéttarfélög mæltust til brottvísunar útlendinga héðan og höftum á aðflutning þeirra. Styggð gegn útlendingum birtist sérstaklega í garð gyðinga. Þeir voru úthrópaðir sem hætta gegn íslenska kynstofninum og ýjað að skattsvikum þeirra. Hatur og níðsla á gyðingum skaut líka rótum í hæstu embættum landsins. Þó gyðingar væru varla nokkurs staðar færri en hér var mörgum þeirra vísað úr landi. Nánast engum var hleypt inn, og flestum sem náðu inn var fljótlega vísað burt aftur. Meira að segja sárbænir úr þrælkunarbúðum hreyfðu ekki við ráðamönnum.1 Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>