Tag Archives: ferðafrelsi

Hnattvæðing er lygi

23. 9. 2015, 18:16

Síðustu áratugi hefur okkur verið sagt að þjóðir heimsins séu að gangast undir hnattvæðingu, sem tengi okkur öll saman og geri okkur frjálsari og ríkari. Hundruð þúsunda aðgerðasinna um allan heim hafa gagnrýnt þennan málflutning og sagt hann byggðan á lygi. Þeir hafa verið afskrifaðir í fjölmiðlum sem „andstæðingar hnattvæðingar“, frumstæðir bjánar sem ekkert vita um hagfræði og heiminn. Þessi útúrsnúningur er djarfur, því í raun eru mótmælendurnir mun alþjóðasinnaðri en stofnanirnar sem þeir gagnrýna.

Þetta er sagan af gagnrýnendum „hnattvæðingar“, og hugmyndafræðinni sem þeir aðhyllast. Hreyfing þeirra náði fyrst heimsathygli í Seattle árið 1999, og árangur hennar var umtalsverður. Þótt hreyfingin hafi grotnað niður og hlotið náðarhöggið í Kaupmannahöfn árið 2009 á boðskapur hennar betur við í dag en nokkru sinni. Hann er nefnilega boðskapur frjáls heims, þar sem almenningur ræður sér sjálfur og þar sem enginn bannar fólki að ferðast þangað sem það vill. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>

Tilfinningalausa skynsemi í stjórnsýslu!

30. 5. 2014, 14:49

Nýlega var mér bent á að stjórnmálaskoðun mín væri byggð á tilfinningum. Þetta þótti mér bráðfyndin athugasemd. Hvaða stjórnmálaskoðun er það ekki? Og á hverju öðru ætti að byggja slíkar skoðanir?

Algengasta svarið er eitthvað á borð við “rök” eða “skynsemi”. Þó hef ég aldrei heyrt neinn mæla með “tilfinningalausri skynsemi” í stjórnsýslu. Skynsemi er jú bara hæfnin til að ná markmiðum sínum án óþarfa tilkostnaðar, en hún sjálf skilgreinir ekki markmiðin. Einn maður getur náð því sem annar kallar vond markmið af mikilli skynsemi, einsog Bond-illmennin eða Adolf Hitler á sínum betri árum. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , on by . */?>