Tag Archives: EES

Stefna Íslands í útlendingamálum

17. 5. 2014, 18:51

Nýlega lýsti Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, því yfir, að yfirvöld hefðu enga skriflega stefnu í útlendingamálum. “Útlendingastofnun hefur enga stefnu í málefnum innflytjenda, heldur framfylgir lögum,” sagði hún svo annarsstaðar.

Þótt yfirvöld hafi enga stefnu í þessum málum er þó augljóst að mikið er gert í þeim. Útlendingar fá sérstaka opinbera málsmeðferð, sína eigin ríkisstofnun og þeim er oft vísað úr landi. Einhver regla er í þessari meðferð, og ef hún er ekki til í orðum þarf maður að greina hana úr gjörðum yfirvalda. Við það koma nokkrir megindrættir í ljós. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>
Hanna Birna. Myndin fengin hjá Viðskiptablaðinu.

Ekki fleiri brottvísanir!

14. 5. 2014, 20:14

Síðasta ár var slæmt fyrir flóttamenn á Íslandi. Trekk í trekk voru þeir handteknir, svívirtir af lögreglumönnum, teknir frá fjölskyldum sínum og þeim meinað að tala við lögmenn sína. Andúð Íslendinga dundi á þeim í kommentakerfum, en líka í orðum stjórnmálamanna og forstjóra Útlendingastofnunar. Loks voru þeir svo reknir úr landi af ótrúlegri elju: 93,5% umsókna um hæli var synjað frá janúar til september í fyrra – 128 manns.

Þetta eru óþolandi tölur, ekki síst því í mörgum þessara mála tók ríkið ekki einu sinni viðtal við hælisleitendurna. Þeim var vísað burt því annað ríki hafði tekið viðtal og ekki fundist manneskjan nógu álitleg. Á þennan dóm treysti ríkið. Þó er meðferð hælisumsókna í öðrum Evrópulöndum engu síður vítaverð en hér heima, eins og fjölmörg hjálparsamtök hafa bent á. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , on by . */?>