Tag Archives: Dyflinnarreglugerðin

Flóttamannavandinn

20. 7. 2014, 19:51

Þetta er skriffærsla á fyrirlestri sem var haldinn kvöldið 19. júlí 2014 í Friðarhúsinu.

Það er erfitt að kynna sér flóttamannamál til hlítar. Maður getur endalaust fundið nýjar víddir í þessu hyldýpi. Á meðan ég leitaði að efni í þennan fyrirlestur fann ég til dæmis enn eina af þessum óteljandi aðgerðum Evrópuríkja til að vísa fólki burt. Hún heitir ERPUM, sem stendur fyrir European Return Platform for Unaccompanied Minors. Á íslensku útleggst það sem “endursendingarskipulag fyrir krakka án aðstandenda”, og er sérstaklega ætlað fyrir börn frá Afganistan og Írak. Maður nýr augun, fær sér annan kaffibolla og les þetta aftur, en þetta er nákvæmlega það sem manni sýnist. Aðgerðaáætlun til að senda munaðarlaus börn í stríðslönd.

Það þarf lítið ímyndunarafl til að sjá hvaða áhrif þetta hefur á sál og líkama krakkanna, og maður hefði ekki haldið að til þess þyrfti háskólagráður. Þó hefur Oxford háskóli séð sig knúinn til að rannsaka þetta verkefni sérstaklega og komist að þeirri augljósu niðurstöðu að þessi áhrif eru hamfarakennd.

Maður veltir fyrir sér hvernig Evrópa sökk svona lágt. Stærsta hluta svarsins er að finna í byltingu sem varð fyrir tvöhundruð árum. En aðdragandinn er miklu fyrr, í landafundum Evrópumanna. Continue reading

Hanna Birna. Myndin fengin hjá Viðskiptablaðinu.

Ekki fleiri brottvísanir!

14. 5. 2014, 20:14

Síðasta ár var slæmt fyrir flóttamenn á Íslandi. Trekk í trekk voru þeir handteknir, svívirtir af lögreglumönnum, teknir frá fjölskyldum sínum og þeim meinað að tala við lögmenn sína. Andúð Íslendinga dundi á þeim í kommentakerfum, en líka í orðum stjórnmálamanna og forstjóra Útlendingastofnunar. Loks voru þeir svo reknir úr landi af ótrúlegri elju: 93,5% umsókna um hæli var synjað frá janúar til september í fyrra – 128 manns.

Þetta eru óþolandi tölur, ekki síst því í mörgum þessara mála tók ríkið ekki einu sinni viðtal við hælisleitendurna. Þeim var vísað burt því annað ríki hafði tekið viðtal og ekki fundist manneskjan nógu álitleg. Á þennan dóm treysti ríkið. Þó er meðferð hælisumsókna í öðrum Evrópulöndum engu síður vítaverð en hér heima, eins og fjölmörg hjálparsamtök hafa bent á. Continue reading

Flóttamenn og nasistar

22. 1. 2014, 15:03

Þetta er sagan af flóttamönnum í Evrópu, því þegar íslenska ríkið tók þátt í helförinni, og hvernig nasistar og njósnarar sáu um Útlendingaeftirlitið í hálfa öld.

Sagan hefst í kreppunni miklu. Atvinnuleysi var þá mikið hér á landi, svo fjölmörg stéttarfélög mæltust til brottvísunar útlendinga héðan og höftum á aðflutning þeirra. Styggð gegn útlendingum birtist sérstaklega í garð gyðinga. Þeir voru úthrópaðir sem hætta gegn íslenska kynstofninum og ýjað að skattsvikum þeirra. Hatur og níðsla á gyðingum skaut líka rótum í hæstu embættum landsins. Þó gyðingar væru varla nokkurs staðar færri en hér var mörgum þeirra vísað úr landi. Nánast engum var hleypt inn, og flestum sem náðu inn var fljótlega vísað burt aftur. Meira að segja sárbænir úr þrælkunarbúðum hreyfðu ekki við ráðamönnum.1 Continue reading