Tag Archives: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Hnattvæðing er lygi

23. 9. 2015, 18:16

Síðustu áratugi hefur okkur verið sagt að þjóðir heimsins séu að gangast undir hnattvæðingu, sem tengi okkur öll saman og geri okkur frjálsari og ríkari. Hundruð þúsunda aðgerðasinna um allan heim hafa gagnrýnt þennan málflutning og sagt hann byggðan á lygi. Þeir hafa verið afskrifaðir í fjölmiðlum sem „andstæðingar hnattvæðingar“, frumstæðir bjánar sem ekkert vita um hagfræði og heiminn. Þessi útúrsnúningur er djarfur, því í raun eru mótmælendurnir mun alþjóðasinnaðri en stofnanirnar sem þeir gagnrýna.

Þetta er sagan af gagnrýnendum „hnattvæðingar“, og hugmyndafræðinni sem þeir aðhyllast. Hreyfing þeirra náði fyrst heimsathygli í Seattle árið 1999, og árangur hennar var umtalsverður. Þótt hreyfingin hafi grotnað niður og hlotið náðarhöggið í Kaupmannahöfn árið 2009 á boðskapur hennar betur við í dag en nokkru sinni. Hann er nefnilega boðskapur frjáls heims, þar sem almenningur ræður sér sjálfur og þar sem enginn bannar fólki að ferðast þangað sem það vill. Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>

Fyrirgef oss vorar skuldir

15. 9. 2014, 13:45

Í janúar 2010 skall hamfaraskjálfti á höfuðborg Haítí. Vegna ömurlegs húsakostar létust vel yfir hundraðþúsund manns. Ein og hálf milljón missti heimili sín. Enduruppbyggingin hefur verið hæg og sársaukafull – 2012 var hálf milljón manns enn á vergangi. Landið er með þeim fátækustu í heimi og rætur þeirrar fátæktar má rekja langt aftur í aldir. Þær teygja anga sína til ríkustu landa heims, allt fram til dagsins í dag. Þetta er saga þeirrar fátæktar, og hvert hið náttúrulega ríkidæmi eyjarinnar hefur horfið.

Árið 1492 fann Kristófer Kólumbus eyju sem innfæddir kölluðu Ayti. Hún var hans fyrsta landnám í Ameríku. Eyjuna nefndi hann La Isla Española, Spánareyju. Þegar Kólumbus sá frumbyggjana þar skráði hann í dagbókina sína að honum sýndust þeir “bráðsnjallir, og þeir yrðu eflaust fínasta þjónustufólk”. Tónninn var sleginn fyrir næstu aldir.

Kólumbus finnur Ameríku, í túlkun John Vanderlyn.

Kólumbus finnur Ameríku, í túlkun John Vanderlyn. Tilvonandi þjónar bukta sig útí skógi.

Continue reading

This entry was posted in blogg and tagged , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , on by . */?>