rökkur

í snjóþöktum dal
bakvið frostrósa skrúð
ver ævinni karl
undir lágreistri súð

hann enga á vini
og tómt er hans fjós
hans einasta gleði
er kvöldsólarljós

það skín gegnum hrímið
sem lifnar þá við
og andartaks geislaregn
setur á svið

hann strýkur við stokkinn sinn
eldspýtum tveim
og fer milli kerta
að kveikja á þeim

úr myrkrinu læðast þá
myndir í þögn
og mynda í huga hans
þögula sögn

við sannleikans rökkur
er ljóðanna bil
þar semur hann ævi
sem er ekki til

This entry was posted in photos on by . */?>

Post navigation

Athugasemdir

*/ ?>