á Breiðholti

ég sit á Breiðholti í strætó
og tel hve margir labba inn
og hve margir labba út

allir verða tölur
í möppunni minni

strákur sest á móti mér
með húfu, ipod og tösku
og horfir á mig opinmynntur.
ég fletti tignarlega fram og til baka í möppunni
veit ekkert hvað varð um þessa fjórtán farþega

horfi út og sé að Snæfellsjökull er rétt aðeins stærri en Hallgrímskirkja
og Reykjavík miklu minni en frá Hlemmi
en strákurinn er risastór
næstum jafn stór og mappan

hann horfir til skiptis á fólk labba um dyrnar og á blöðin mín
horfir á fólkið breytast í tölur
og lagar til töskuna í sætinu

“næsta stopp, er,”
og við bíðum í ofvæni

“Suðurhólar”

tveir inn, einn út.
strákurinn starir

í Vesturbergi fer hann loksins út
labbar beint af augum í átt að Snæfellsjökli
rauðleitt sólskin lýsir upp húfuna.
þrír út, einn inn.

Post navigation

Athugasemdir

*/ ?>